Erlent

Konan í vatnstankinum lést af slysförum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Talið var að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti en Lam var gestur á hótelinu.
Talið var að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti en Lam var gestur á hótelinu. samsett mynd
Elisa Lam, 21 árs gömul kanadísk kona sem fannst látin í vatnstanki á þaki Cecil-hótelsins í Los Angeles í febrúar, lést af slysförum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar meinatækna á líki hennar, en það hafði verið í vatnstankinum í meira en tvær vikur.

„Það var skrýtið bragð af vatninu," var haft eftir einum hótelgesta sem notaði vatnið í meira en viku, en úr tankinum kom bæði bað- og drykkjarvatn hótelsins.

Talið var að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti en Lam var gestur á hótelinu. Nú virðist sem Lam hafi einfaldlega drukknað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×