Erlent

Rotnandi lík í vatnstanki hótels: Gestir fundu skrýtið bragð af vatninu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Líkið fannst þegar tankurinn var skoðaður vegna lélegs vatnsrennslis.
Líkið fannst þegar tankurinn var skoðaður vegna lélegs vatnsrennslis. Samsett mynd/AP
Lík 21 árs gamallar kanadískrar konu, Elisu Lam, fannst í vatnstanki Cecil-hótelsins í Los Angeles á þriðjudag.

Tankurinn er staðsettur á þaki hótelsins, og úr honum kemur bæði bað- og drykkjarvatn hótelsins. Lögregla telur að líkið hafi verið í tankinum í meira en tvær vikur, en það fannst þegar tankurinn var skoðaður vegna lélegs vatnsrennslis.

„Það var skrýtið bragð af vatninu," segir Sabrina Baugh, einn gesta hótelsins, en hún og eiginmaður hennar notuðu vatnið í rúma viku. „Sturtan var hræðileg. Þegar skrúfað var frá vatninu var það svart til að byrja með."

Óvíst er hvort neysla vatnsins geti valdið þeim sem drukku það heilsutjóni, en sýni hafa verið tekin og eru niðurstöður væntanlegar í dag.

Lam var gestur á hótelinu og sást síðast þann 31. janúar, en foreldrar hennar tilkynntu um hvarf hennar nokkrum dögum síðar.

Tankurinn er staðsettur á þaki hótelsins, og úr honum kemur bæði bað- og drykkjarvatn hótelsins.Mynd/AP
Upptaka öryggismyndavélar frá 21. janúar sýnir Lam á lífi á Cecil-hótelinu.Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×