Erlent

250 þúsund mótmæltu í Brasilíu

Að minnsta kosti fimmtán manns slösuðust í mótmælunum.
Að minnsta kosti fimmtán manns slösuðust í mótmælunum. mynd/afp
Talið er að ríflega 250 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælum í Brasilíu í nótt í ríflega hundrað borgum.

Loforð forseta landsins Dilmu Rousseff um að brugðist verði við kröfum mótmælendanna með umbótum í opinbera kerfinu og að reynt verði að sporna við spillingu virðast ekki hafa skilað tilætluðum árangri.

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum. Að minnsta kosti fimmtán manns slösuðust í mótmælunum.

Alda mótmæla hefur nú gengið yfir landið en á fimmtudagskvöldið söfnuðust ríflega ein milljón manns út á götur til að mótmæla bágum kjörum og niðurskurði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×