Erlent

Staðfest að Snowden hefur sótt um hæli

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Julian Assange segir að Snowden sé í góðu ásigkomulagi en vill ekki gefa upp hvar hann heldur sig.
Julian Assange segir að Snowden sé í góðu ásigkomulagi en vill ekki gefa upp hvar hann heldur sig.
Edward Snowden hefur sótt um hæli í Ekvador. Þetta staðfesti Ricardo Partino, utanríkisráðherra landsins, á blaðamannafundi í dag. Þar las hann upp bréf sem ríkisstjórn landsins fékk frá uppljóstraranum.

Í augnablikinu er óljóst hvar Snowden er niðurkominn eða hver nákvæm áform hans eru. Líklegt þykir að hann muni halda til Kúbu þar sem hann mun bíða svara um hvort stjórnvöld í Ekvador fallist á að veita honum pólitískt hæli. Ef það gengur eftir mun hann svo halda til Havana. Julian Assange, stofnandi Wikileaks segir að Snowden sé í góðu ásigkomulagi en vill ekki gefa upp hvar hann heldur sig.

Snowden flaug frá Hong Kong til Moskvu í gær. Orðrómur hefur verið uppi um að hann myndi fara til Noregs og þaðan til Íslands, en fljótlega kom í ljós að það reyndist ekki á rökum reist. Síðast sást til Snowdens í Moskvu þar sem bíll frá sendiráðinu í Ekvador tók á móti honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×