Erlent

"Meistari ljóssins" látinn

Jóhannes Stefánsson skrifar
GVA
Danski hönnuðurinn Henning Larsen, sem hannaði meðal annars Hörpuna, lést á heimili sínu í gær 87 ára gamall.

Larsen var heimsfrægur arkitekt og hlaut fjölda verðlauna fyrir störf sín í gegnum tíðina. Hann hlaut til að mynda Mies van der Rohe hönnunarverðlaunin fyrir hönnun sína á Hörpunni.

Larsen var gjarnan kallaður „meistari ljóssins" fyrir leik sinn að lýsingu í hönnun sinni. Til viðbótar við Hörpuna hannaði Larsen til dæmis óperuhúsið í Kaupmannahöfn.

Óperuhúsið í KaupmannahöfnGETTY



Fleiri fréttir

Sjá meira


×