Erlent

Obama boðar loftslagsaðgerðir

Barack Obama Bandaríkjaforseti boðar í dag víðtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sett verða takmörk á losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum, þrátt fyrir harða andstöðu repúblikana og talsmanna orkuiðnaðarins í Bandaríkjunum.

Með þessu hyggst hann hrinda í framkvæmd eitt af stóru málunum sem hann lagði hvað mesta áherslu á í kosningaslagnum, bæði þegar hann var fyrst kosinn í embætti og þegar hann var endurkjörinn til seinna kjörtímabils síns.



Fjörutíu prósent af útblæstri koldíoxíðs og nærri þriðjungur af útblæstri gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum kemur frá raforkuverum.



Obama vonast til að árið 2020 verði nægilega mikil raforka framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum á borð við sólarorku og vindorku, að duga eigi til að sinna raforkuþörf sex milljónum heimila.

"Þótt ekkert eitt skref geti snúið við afleiðingum loftslagsbreytinga, þá höfum við siðferðilegri skyldu að gegna gagnvart komandi kynslóðum," segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×