Erlent

Krefur Breta um svör

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Viviane Reding
Viviane Reding Nordicphotos/AFP
Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur sent William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, bréf þar sem hún krefst skýrra svara um meintar persónunjósnir, sambærilegar þeim sem Bandaríkin hafa stundað.

Í bréfinu segist hún reikna með fullnægjandi svari strax fyrir vikulokin um umfang og eðli njósnastarfseminnar, sem breska dagblaðið The Guardian ljóstraði upp um fyrr í vikunni.

Hún segist hafa skrifað sams konar bréf til Bandaríkjastjórnar, en er enn að bíða svara þaðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×