Erlent

Boltamyndband frá Íslandi slær í gegn

Myndband af erlendum ferðamanni sem skoðaði Ísland á dögunum hefur vakið mikla athygli á netinu síðasta sólarhringinn. Í myndbandinu sést hvernig maðurinn heldur nokkrum boltum á lofti á ýmsum stöðum víðsvegar á Íslandi, meðal annars við Skógarfoss og Hallgrímskirkju.

Um 150 þúsund manns hafa horft á myndbandið á síðustu tuttugu og fjórum klukkutímu, en undir hljómar lagið Nýfallið regn með Ásgeiri Trausta.

Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS fjallar meðal annars um myndbandið á vefsíðu sinni í dag.

Horfa má á myndbandið hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×