Erlent

Mandela í öndunarvél - brosti til fjölskyldu sinnar

Boði Logason skrifar
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku.
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. Mynd/AFP
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, hefur aflýst ferð sinni Mósambík á fimmtudag eftir að hann heimsótti fyrrum forsetann Nelson Mandela á sjúkrahúsið í Pretoríu í dag. Mandela er nú haldið á lífi með öndunarvél en ástand hans hefur versnað mikið síðustu daga.

Zuma átti að sækja ráðstefnu í Maputó, höfuðborg Mósambík, um helgina en hefur frestað ferð sinni vegna heilsu Mandela.

Í yfirlýsingu frá forsetaembættinu í kvöld sagði að læknar á sjúkrahúsinu gerðu allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga lífi Mandela.

Mandela er níutíu og fjögurra ára og hefur verið á spítala í þrjár vikur vegna sýkingar í lungna.

Zindzi Mandela, dóttir forsetans fyrrverandi, sagði í dag að faðir sinn hefði opnað augun og brosað til fjölskyldu sinnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×