Innlent

Fékk fylgd FBI að stöðumælinum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sigurður (t.v.) með fyrrverandi samstarfsmanni sínum hjá Wikileaks, Julian Assange.
Sigurður (t.v.) með fyrrverandi samstarfsmanni sínum hjá Wikileaks, Julian Assange.
Vefsíðan Wired fjallar í dag um mál Sigurðar Þórðarssonar, sem betur er þekktur sem Siggi hakkari, en hann var uppljóstrari bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) á meðan hann starfaði fyrir vefsíðuna Wikileaks. Saga hans hjá vefsíðunni er rakin og greint er frá samskiptum hans við FBI, en hann þáði greiðslur þaðan sem nema um 600 þúsund krónum.

„Ég vildi ekki gera það,“ er haft eftir Sigurði um það þegar FBI bað hann að bera armbandsúr með hlerunarbúnaði í heimsókn sinni til Lundúna þar sem hann hitti Julian Assange, fyrrverandi talsmann Wikileaks. „Mér líkar vel við Assange og ég leit meira að segja á hann sem vin minn.“

„Ég var á staðnum þegar Julian hitti hann í fyrsta eða annað skipti,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata, en hún vann fyrir Wikileaks á sínum tíma. „Ég varaði hann við og sagði honum að ég hefði slæma tilfinningu fyrir manninum.“

Sagt er frá því þegar tveir fulltrúar FBI töluðu við Sigurð á Reykjavík Centrum-hótelinu árið 2011. „Þeir fylgdu honum aftur til sendiráðsins svo hann gæti sett pening í stöðumælinn og fylgdu honum svo til baka þar sem samtalið hélt áfram,“ segir í greininni, sem lesa má í heild sinni á vefsíðu Wired.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.