Erlent

Geymdi lík móður sinnar í frystinum

Konunni fannst erfitt að kveðja móður sína og ákvað því að fresta kveðjustundinni með því að geyma lík ið í frystinum heima hjá sér.
Konunni fannst erfitt að kveðja móður sína og ákvað því að fresta kveðjustundinni með því að geyma lík ið í frystinum heima hjá sér.
43. ára gömul hollensk kona geymdi lík aldraðrar móður sinnar í frystinum heima hjá sér heila í viku. Hún sagði við lögregluna að hún hefði ekki getað fengið sig til að kveðja móður sína fyrir fullt og allt og því hafi hún ákveðið að bregða á þetta ráð.

Fjölskylduvinur vissi af athæfinu í einhverja daga en endaði á að gera lögreglu viðvart. Þegar lögregluþjónar bönkuðu upp á hjá konunni játaði hún samstundis. Hún var þá flutt á lögreglustöð til yfirheyrslu en fékk fljótlega að fara aftur heim þar sem það var ekkert sem benti til þess að dauða móðurinnar hefði borið að með saknæmum hætti. Henni var þó vísað til sálfræðings.

Mæðgurnar bjuggu saman í 17 ár, en dóttirin hugsaði um móðurina í ellinni. "Hún sinnti henni af mikilli alúð," sagði lögreglan á staðnum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fox News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×