Erlent

Myrtu og afhöfðuðu mann og spiluðu svo fótbolta með höfðinu

Jóhannes Stefánsson skrifar
Mennirnir hafa líkast til verið útataðir blóði en þeir skildu eftir sig blóðslóð sem lögreglan gat fylgt.
Mennirnir hafa líkast til verið útataðir blóði en þeir skildu eftir sig blóðslóð sem lögreglan gat fylgt. GETTY
Rússneskir unglingar myrtu heimilislausan manninn með hnífum því „þeim líkaði ekki við hvernig hann leit út." Þeir spörkuðu höfði hans svo á milli sín.

Þeir notuðust við öxi, sög og hnífa til að skera höfuðið af manninum. Eftir að hafa leikið sér með höfuð mannsins hentu þeir því í ruslagám, en skildu líkið eftir á götunni.

Lögreglan þurfti ekki annað en að fylgja blóðslóð frá líkinu að íbúð sem unglingarnir voru í, þar sem vopnin sem voru notuð við ódæðið fundust. Íbúðin var þakin blóði.

Ekki hefur tekist að bera kennsl á hinn látna vegna þess að höfðinu hafði verið ekið í burtu af ruslabíl.

15 ára fangelsisvist bíður unglinganna ef þeir verða fundir sekir um morðið.

Þetta kemur fram á vef New York Daily News.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×