Erlent

Facebook safnar símanúmerum notenda án leyfis

Jóhannes Stefánsson skrifar
Ýmsir þjónustuveitendur á internetinu hafa orðið uppvísir að því að safna mjög mikið af upplýsingum um notendur sína, jafnvel í óþökk þeirra.
Ýmsir þjónustuveitendur á internetinu hafa orðið uppvísir að því að safna mjög mikið af upplýsingum um notendur sína, jafnvel í óþökk þeirra.
Facebook hefur viðurkennt að safna símanúmerum allra þeirra sem hafa hlaðið niður Facebook-appinu á Android, jafnvel þó að þeir hafi ekki skráð það niður né veitt leyfi fyrir notkun þess. Þetta staðfesti Facebook eftir að Symantec, sem er fyrirtæki á sviði hugbúnaðaröryggi, benti á gallann á bloggi sínu.

Símanúmerin eru geymd á vefþjónum Facebook. „Við það að opna Facebook forritið, meira að segja áður en þú skráir þig inn, sendist símanúmerið þitt á vefþjón Facebook. Þú þarft ekki að gefa upp númerið, skrá þig inn, vera með aðgang að Facebook né gera neitt sérstakt til að þetta gerist," segir í bloggi Symantec.

Talsmaður Facebook sagði að félagið „notaði ekki númerin á nokkurn hátt," auk þess sem hann sagði að Facebook væri núna búið að eyða símanúmerunum.

Þetta kemur fram á vef Huffington Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×