Ætla að leggja Landsdóm niður Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2013 18:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ríkisstjórnin muni setja af stað vinnu til að breyta lögum og leggja Landsdóm niður. Hann segir þau viðbrögð eðlileg eftir ályktun Evrópuráðsþingsins frá því í gær. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær ályktun þar sem þeim tilmælum er m.a beint til aðildarríkja Evrópuráðsins að ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða háttsemi með sama hætti og óbreyttir borgarar, þ.e fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar sem verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Ályktunin er byggð á skýrslu hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt, en í henni var fjallað mikið um Landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkisstjórnin muni bregðast við þessari ályktun með skýrum hætti. „Þetta er í raun og veru áfellisdómur yfir þeirri málsmeðferð sem að Geir H. Haarde þurfti að þola hérna á Íslandi og þetta hlýtur að vera okkur tilefni til þess að taka landsdómslögin til endurskoðunar,“ segir Bjarni.Verður ráðist í þær breytingar strax á þessu kjörtímabili? „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“ Til að leggja Landsdóm niður þarf að breyta stjórnarskránni, enda er kveðið á um hann í 14. gr. hennar. Fyrst um sinn verður lögum um landsdóm breytt. Ef breyta á stjórnarskránni þarf að boða til kosninga í kjölfarið og af þeim sökum er ávallt ráðist í stjórnarskrárbreytingar í lok kjörtímabils, skömmu fyrir kosningar. Bjarni Benediktsson segir að draga verði lærdóm af Landsómsmálinu og fylgja ályktun Evrópuráðsþingsins. „Menn eru að benda á að svona málsmeðferð gangi ekki upp og að stjórnmálamenn eigi fyrst og fremst að sæta pólitískri ábyrgð í kosningum, en ekki að þola pólitískar ákærur frá þjóðþingum. Þess vegna eigum við að hlusta eftir því sem þarna er verið að segja, draga lærdóm af þeim mistökum sem ég tel að hafi verið gerð og breyta lögunum til frambúðar,“ segir Bjarni. Landsdómur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52 Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01 Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ríkisstjórnin muni setja af stað vinnu til að breyta lögum og leggja Landsdóm niður. Hann segir þau viðbrögð eðlileg eftir ályktun Evrópuráðsþingsins frá því í gær. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær ályktun þar sem þeim tilmælum er m.a beint til aðildarríkja Evrópuráðsins að ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða háttsemi með sama hætti og óbreyttir borgarar, þ.e fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar sem verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Ályktunin er byggð á skýrslu hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt, en í henni var fjallað mikið um Landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkisstjórnin muni bregðast við þessari ályktun með skýrum hætti. „Þetta er í raun og veru áfellisdómur yfir þeirri málsmeðferð sem að Geir H. Haarde þurfti að þola hérna á Íslandi og þetta hlýtur að vera okkur tilefni til þess að taka landsdómslögin til endurskoðunar,“ segir Bjarni.Verður ráðist í þær breytingar strax á þessu kjörtímabili? „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“ Til að leggja Landsdóm niður þarf að breyta stjórnarskránni, enda er kveðið á um hann í 14. gr. hennar. Fyrst um sinn verður lögum um landsdóm breytt. Ef breyta á stjórnarskránni þarf að boða til kosninga í kjölfarið og af þeim sökum er ávallt ráðist í stjórnarskrárbreytingar í lok kjörtímabils, skömmu fyrir kosningar. Bjarni Benediktsson segir að draga verði lærdóm af Landsómsmálinu og fylgja ályktun Evrópuráðsþingsins. „Menn eru að benda á að svona málsmeðferð gangi ekki upp og að stjórnmálamenn eigi fyrst og fremst að sæta pólitískri ábyrgð í kosningum, en ekki að þola pólitískar ákærur frá þjóðþingum. Þess vegna eigum við að hlusta eftir því sem þarna er verið að segja, draga lærdóm af þeim mistökum sem ég tel að hafi verið gerð og breyta lögunum til frambúðar,“ segir Bjarni.
Landsdómur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52 Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01 Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10
Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52
Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01
Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09