Innlent

Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska

Omtzigt segir ennfremur í drögum sínum að Alþingi hafi mistekist að skilja að dómsvaldið og stjórnmálin í saksókn gegn Geir, og nefnir í því samhengi að hann hafi einn verið ákærður í málinu eftir flokkspólitískum línum.
Omtzigt segir ennfremur í drögum sínum að Alþingi hafi mistekist að skilja að dómsvaldið og stjórnmálin í saksókn gegn Geir, og nefnir í því samhengi að hann hafi einn verið ákærður í málinu eftir flokkspólitískum línum.
Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í  laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlætlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði meðal annars gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu.

Omtzigt gagnrýnir harðlega í drögum sínum, sem voru lögð fram í lok apríl, að Geir H. Haarde hafi einn verið ákærður fyrir brot í starfi en ekki meðráðherrar, þar á meðal ráðherra sem fór með málaflokk bankanna. Hann segir ennfremur í drögum sínum að Alþingi hafi mistekist að skilja að dómsvaldið og stjórnmálin í saksókn gegn Geir, og nefnir í því samhengi að hann hafi einn verið ákærður í málinu eftir flokkspólitískum línum.

Þuríður Backman, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, átti einnig sæti í nefndinni. Hún sagði í samtali við fréttastofu að þarna sé aðeins um niðurstöðu eins nefndarmanns að ræða og að skýrslan í heild sinni hafi ekki enn verið verið samþykkt.

Þuríður skilaði séráliti þar sem hún gagnrýndi meðal annars þá niðurstöðu Omtzigt að landsdómur hefði fellt pólitískan dóm, þó það væri óumdeilt að hann hefði verið ákærður með pólitískum hætti.

Hún áréttar að Evrópuráðsþingið eigi enn eftir að greiða atkvæði um skýrsluna, sem er ekki enn tilbúin.

Þá segir Þuríður að það hafi verið hörð átök um niðurstöðu Omtzigt sem unnin er.

„Ég get sagt að það voru hörð viðbrögð við skýrslunni,“ segir hún að lokum.

Omtzigt kom hingað til lands til þess að kanna aðstæður en í október á síðasta ári sagði hann einnig að það hefðu verið mistök að ákæra Geir einan í viðtali við fréttastofu.

Drög Omtzigt má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×