Erlent

Uppgötvaði nýjan líkamshluta

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Uppgötvunin gæti orðið til þess að skrifa þurfi kennslubækur um augnlækningar upp á nýtt.
Uppgötvunin gæti orðið til þess að skrifa þurfi kennslubækur um augnlækningar upp á nýtt.
Vísindamaðurinn Harminder Dua hefur nú fundið áður óþekktan líkamspart í mannsauganu. Um er að ræða örþunnt lag á hornhimnunni sem gæti þó orðið til þess að skrifa þurfi kennslubækur í augnlækningum upp á nýtt.

Dua greindi fyrst frá þessari uppgötvun sinni í fræðiritinu Ophthalmology. Hann hefur nú gefið nýja líkamshlutanum nafnið Dua's layer, eða lag Dua. Samkvæmt honum mun uppgötvunin auðvelda skurðaðgerðir og ígræðslur á augum til muna.

Herald Sun greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×