Erlent

Hrottaleg árás í frönsku þorpi

Manuel Valls, innanríkisráðherra Frakklands.
Manuel Valls, innanríkisráðherra Frakklands.
Þrír franskir nemendur hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir hrottalega árás á sjö kínverska samnemendur sína í þorpinu Hostens í suðvestur Frakklandi.

Þremenningarnir réðust inn í íbúð kínversku krakkanna og beittu þau líkamlegu ofbeldi. Ein stúlka liggur þungt haldin á slysadeild eftir að hafa verið lamin í andlitið með glerflösku.

Málið hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og hefur innanríkisráðherra landsins meðal annars tjáð sig um það.

Sagði ráðherrann að árásin tengist kynþáttafordómum og lofaði að árásarmönnunum yrði refsað.

Yfir 30 þúsund Kínverjar stunda nám í Frakklandi, sem er hæsta hlutfall erlendra námsmanna þar í landi.

CNN greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×