Fótbolti

Réttarhöldunum í París frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dómari í máli yfirvalda í Frakklandi gegn knattspyrnustjörnunum Franck Ribery og Karim Benzema ákvað fresta réttarhöldunum þar til í janúar á næsta ári.

Málið var tekið fyrir í dómssal í París í gær en þeir Ribery og Benzema eru ákærðir fyrir að hafa keypt kynlífssþjónustu af ólögráða stúlku. Sú heitir Zahia Defar og hefur staðfest að hafa selt þeim þjónustu sína.

Defar hefur hins vegar einnig sagt að hvorugur vissi hversu gömul hún var í raun og veru. Hún var sextán ára þegar hún sængaði með Benzema árið 2008 og sautján ára er hún átti náin kynni með Ribery.

Þeir félagar gætu átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsi verði þeir fundnir sekir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×