Fótbolti

Lahm þriðji Bæjarinn til að lyfta bikarnum með stóru eyrun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philipp Lahm með bikarinn.
Philipp Lahm með bikarinn. Mynd/Nordic Photos/Getty

Philipp Lahm, fyrirliði Bayern München, lyfti nú áðan Meistaradeildarbikarnum á Wembley-leikvanginum í London eftir að liðið hans vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleiknum.

Þetta er afar stór stund fyrir Philipp Lahm sem hafði tvisvar sinnum tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum.

Philipp Lahm hefur verið í Bayern München síðan að hann var ellefu ára gamall og hefur verið fyrirliði liðsins frá 2011.

Philipp Lahm er aðeins þriðji leikmaður Bayern München til að lyfta bikarnum með stóru eyrun því Franz Beckenbauer (1974, 1975 og 1976) og Steffen Effenberg (2001) eru þeir einu sem hafa staðið í sömu sporum í glæsilegri sögu þýska stórliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×