Fótbolti

Klopp: Við sýndum það að við áttum skilið að vera í úrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund.
Jürgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund. Mynd/Nordic Photos/Getty

Jürgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, var að sjálfsögðu niðurlútur eftir 1-2 tap á móti Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í kvöld en hann var jafnframt stoltur af sínum mönnum.

„Ég vil byrja á því að óska Bayern til hamingju með sigurinn. Þeir unnu leikinn og menn verða að virða úrslitin eftir leik," sagði Jürgen Klopp.

„Þetta var erfitt tímabil og það sást á liðinu síðustu 15 mínúturnar í leiknum. Við vorum ekki með rétta uppstillingu í markinu. Það var aukaspyrna og menn voru ekki á sínum stöðum," sagði Klopp.

„Við sýndum það að við áttum skilið að vera í úrslitaleiknum. Það er kannski ekki það mikilvægasta en það er samt mikilvægt," sagði Klopp sem hefur gert frábæra hluti síðan að hann tók við liði Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×