Erlent

Óeirðir fara minnkandi í Svíþjóð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd/AFP

Óeirðirnar í Svíþjóð sem hófust fyrir viku virðast vera að róast. Aðfaranótt sunnudags var rólegri en búist var við en þó var kveikt í um tug bíla í Stokkhólmi, Uppsölum og Linköping, auk þess sem æstur múgur réðist að lögreglu með grjótkasti.

Sextán voru handteknir Í Stokkhólmi fyrir óspektir og skemmdarverk en í öðrum borgum var ástandið betra. Óeirðirnar áttu upptök sín í Huseby-hverfinu þegar lögreglumenn skutu innflytjanda um sjötugt til bana, en 80 prósent íbúa hverfisins eru innflytjendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×