Erlent

Segir jafnrétti kynjanna vera hálfvitaskap

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Polanski í Cannes ásamt konu sinni Emmanuelle Seigner.
Polanski í Cannes ásamt konu sinni Emmanuelle Seigner. mynd/getty

Leikstjórinn Roman Polanski lét þau furðulegu ummæli flakka á kvikmyndahátíðinni í Cannes að jafnrétti kynjanna væri „hálfvitaskapur“ og að getnaðarvarnarpillur geri konur karlmannlegar.

Ummælin, sem leikstjórinn lét hafa eftir sér við frumsýningu nýjustu myndar hans, Venus in Fur, hafa vakið undrun og reiði víðs vegar, en að hans mati hefur pillan breytt stöðu kvenna samtímans. Enn fremur sagði hann að það að bjóða konu blóm sé nú álitið ósæmilegt.

Polanski, sem er 79 ára, er virtur af sumum og hataður af öðrum, en árið 1977 var hann dæmdur fyrir að nauðga þrettán ára stúlku í Bandaríkjunum og flúði hann land í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×