Vill menn til Mars innan tuttugu ára Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. maí 2013 16:25 Samsett mynd. „Við þurfum að gera heiminn spenntan fyrir geimferðum á ný,“ segir bandaríski geimfarinn Buzz Aldrin í pistli sem hann ritaði á vefsíðu CNN í síðustu viku, og segir hann nauðsynlegt að senda mannaða flaug til Mars innan tuttugu ára. Aldrin, sem er á níræðisaldri, er líklega þekktastur fyrir að hafa stigið fæti á tunglið nokkrum mínútum eftir að Neil Armstrong gerði það fyrstur manna þann 21. júlí 1969. „Það eru meira en fjórir áratugir síðan ég og Neil Armstrong gengum á tunglinu, en að mínu mati hefur of lítil framþróun átt sér stað í geimferðum síðan þá.“ Aldrin segist alltaf hafa talið Mars vera eðlilegan áfangastað í kjölfar tunglferðanna og nú séu mannaðar ferðir til Mars loksins orðinn raunhæfur möguleiki. „Þökk sé Curiosity- og Opportunity-jeppunum vitum við nú að plánetan er líkari jörðinni að mörgu leyti en við höfðum gert okkur í hugarlund, og líkindin aukast með hverri mynd sem við sjáum.“ Aldrin segir sjálfstraust Bandaríkjamanna nógu mikið til þess að þeir geti verið leiðandi afl í frekari landvinningum í geimnum. Geimferðir auki lífsgæði jarðarbúa og að tækniframfarir sem verði til við geimrannsóknir nýtist venjulegu fólki dag frá degi. Hann segist hafa áhyggjur af því að óþarfa púðri verði eytt í annað geimkapphlaup, líkt og það sem Bandaríkin og Sovétmenn áttu í á dögum kalda stríðsins, og að vænlegri kostur sé að kanna geiminn í samstarfi við aðrar þjóðir. Mikilvægast segir hann þó að Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) vinni að því að koma mönnum til Mars sem fyrst, og að milli ársins 2030 og 2040 ættu geimfarar að geta haft varanlega búsetu þar. Pistilinn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
„Við þurfum að gera heiminn spenntan fyrir geimferðum á ný,“ segir bandaríski geimfarinn Buzz Aldrin í pistli sem hann ritaði á vefsíðu CNN í síðustu viku, og segir hann nauðsynlegt að senda mannaða flaug til Mars innan tuttugu ára. Aldrin, sem er á níræðisaldri, er líklega þekktastur fyrir að hafa stigið fæti á tunglið nokkrum mínútum eftir að Neil Armstrong gerði það fyrstur manna þann 21. júlí 1969. „Það eru meira en fjórir áratugir síðan ég og Neil Armstrong gengum á tunglinu, en að mínu mati hefur of lítil framþróun átt sér stað í geimferðum síðan þá.“ Aldrin segist alltaf hafa talið Mars vera eðlilegan áfangastað í kjölfar tunglferðanna og nú séu mannaðar ferðir til Mars loksins orðinn raunhæfur möguleiki. „Þökk sé Curiosity- og Opportunity-jeppunum vitum við nú að plánetan er líkari jörðinni að mörgu leyti en við höfðum gert okkur í hugarlund, og líkindin aukast með hverri mynd sem við sjáum.“ Aldrin segir sjálfstraust Bandaríkjamanna nógu mikið til þess að þeir geti verið leiðandi afl í frekari landvinningum í geimnum. Geimferðir auki lífsgæði jarðarbúa og að tækniframfarir sem verði til við geimrannsóknir nýtist venjulegu fólki dag frá degi. Hann segist hafa áhyggjur af því að óþarfa púðri verði eytt í annað geimkapphlaup, líkt og það sem Bandaríkin og Sovétmenn áttu í á dögum kalda stríðsins, og að vænlegri kostur sé að kanna geiminn í samstarfi við aðrar þjóðir. Mikilvægast segir hann þó að Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) vinni að því að koma mönnum til Mars sem fyrst, og að milli ársins 2030 og 2040 ættu geimfarar að geta haft varanlega búsetu þar. Pistilinn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira