Fótbolti

Skrautlegt mark Sabrínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Valur og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna í frábærum fótboltaleik. Hér má sjá helstu atvik úr þeim leik sem enginn verður svikinn af.

Annað mark ÍBV í leiknum var skrautlegt. Þá átti Sigríður Lára Garðarsdóttir hörkuskot að marki úr aukaspyrnu af einhverjum 30 metrum. Boltinn fór í þverslána og upp í loft, lenti aftur á þversláni og loks skallaði miðvörðurinn Sabrína Lind Adolfsdóttir boltann í netið.

Þetta var fyrsta mark Sabrínu í fjórum leikjum í efstu deild. Sabrína er aðeins 16 ára og greinilega mikið efni á ferðinni. Sabrína stóð vaktina í hjarta varnarinnar líkt og í fyrstu tveimur leikjum Eyjakvenna.

Bæði lið fengu urmul færa í leiknum og hefðu mörkin getað verið mun fleiri en sex eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan en sjón er sögu ríkari.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×