Erlent

Guðmóðir Tupac fyrsta konan á lista FBI

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að guðmóðir rapparans Tupac Shakur sé fyrsta konan sem  kemst á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu hryðjuverkamennina.

Konan, sem heitir Joanne Chesimard, er sextíu og fimm ára og var árið 1977 dæmd í lífsstíðarfangelsi fyrir að myrða lögreglumann í New Jersey. Tveimur árum síðar slapp hún út úr fangelsi og flúði til Kúbu. Ekkert hefur spurst til hennar síðan þá.

FBI býður nú 2 milljónir dollara, rúmlega 230 milljónir króna, fyrir þann sem veit hvar hún heldur sig.

„Í dag eru fjörutíu ár frá morðinu og við viljum að fólk viti að við hættum ekki fyrr en hún hefur tekið út sína refsingu,“ segir Aaron Ford, rannsóknarlögreglumaður.

Chesimard, gengur nú undir nafinu Assata Shakur, var systir stjúpföður Tupac og guðmóðir rapparans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×