Erlent

Aðstoðarforseti þingsins grunaður um kynferðisbrot

Aðstoðarforseti neðri deildar breska þingsins, Nigel Evans, var handtekinn í gær, grunaður um  að hafa brotið gegn tveimur ungum mönnum.
Aðstoðarforseti neðri deildar breska þingsins, Nigel Evans, var handtekinn í gær, grunaður um að hafa brotið gegn tveimur ungum mönnum.
Aðstoðarforseti neðri deildar breska þingsins, Nigel Evans, var handtekinn í gær, grunaður um  að hafa brotið gegn tveimur ungum mönnum.

Annars vegar er Evans sakaður um að hafa nauðgað manni á þrítugsaldri, hins vegar er hann grunaður um að hafa áreitt annan mann kynferðislega fyrir fjórum árum.

Evans var yfirheyrður í gær og sleppt lausum gegn tryggingu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Evans, sem er fimmtíu og fimm ára gamall og íhaldsmaður, sé vel liðinn þvert á flokkslínur.

Evans hefur lýst yfir sakleysi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×