Erlent

Ógna fjögur þúsund heimilum

mynd/ap
Veðurskilyrði í Kaliforníu hafa verið betri í dag en síðustu daga fyrir um tvö þúsund slökkviliðsmenn sem berjast við skógarelda í ríkinu. Eldarnir eru fyrr á ferðinni í ár enda hafa verið miklir þurrkar á svæðinu síðustu viku.

Eldarnir ógna yfir fjögur þúsund heimilum og hafa nú þegar yfir þúsund þurft að yfirgefa híbýli sín. Slökkviliðsmenn nota meðal annars flugvélar og þyrlur með vatnstönkum í baráttunni við eldana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×