Erlent

Óbrigðult ráð gegn skalla komið fram

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Skallasprautan munduð. Aðferðin er sársaukafull en þykir pottþétt.
Skallasprautan munduð. Aðferðin er sársaukafull en þykir pottþétt.
Fullyrt er að þeir sem eru að fá skalla geri nánast hvað sem er til að finna ráð við því. En, nýjasta aðferðin gæti jafnvel staðið í þeim hörðustu, svo sársaukafull er hún. Vísindamönnum hefur nú tekist að fá hár til að vaxa á nýjan leik í hársverði með því að tappa blóði af viðkomandi og sprauta blóðinu svo í hársvörð viðkomandi. Þetta hefur verið kölluð vampíraðferðin. Þar með verða til nýjar frumur við skallann sem örva hárvöxt á svæði sem var gróðurlaust fyrir. Þetta kemur fram í Sunday Times nú um helgina.

 

Nýjustu rannsóknir á þessu sviði, sem vísindamenn við Alþjóðlega Hár-rannsóknarsjóðinn, sem er til húsa í Háskólanum Brescia í Ítalíu og í Ísrael einnig, voru rannsakaðir einir 45 skallamenn. Sjúklingunum var skipt í þrennt, einn hópurinn fékk blóðvökvann í hársvörðinn, annar stera og sá þriðji lyfleysu. Árangurinn var greinilegur blóðvökvasprautunum í hag.

Sjá nánar um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×