Erlent

Ekkjan grunuð um græsku

Jakob Bjarnar skrifar
Erfðaefni konu fundust á að minnsta kosti annarri sprengjunni í Boston.
Erfðaefni konu fundust á að minnsta kosti annarri sprengjunni í Boston.
FBI gerði húsleit á Rhode Island þar sem fjölskylda ekkju Tamerlain Tsarnaev býr og hafði þaðan með sér poka sem innihéldu DNA-erfðaefni.



Tamerlain Tsarnaev er, sem kunnugt er, talinn bera ábyrgð á tveimur sprengingum við endalínu Boston-Maraþonsins fyrir hálfum mánuði ásamt bróður sínum Dzhokhar Tsarnaev. Tamerlain féll eftir eftir átök við lögreglu en Dzhokhar er illa særður, en þó farinn að svara skriflega spurningum lögreglu. Kathrine Russel heitir ekkjan en The Wall Street Journal greindi frá því á mánudag að erfðaefni konu hefði fundist á í að minnsta annarri sprengjunni sem notuð var við árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×