Erlent

Þjóðarleiðtogar tísta hver sem betur getur

Jakob Bjarnar skrifar
Þá er Chavez geispaði golunni var hann kominn með 4 milljónir sem fylgdust með honum á Twitter.
Þá er Chavez geispaði golunni var hann kominn með 4 milljónir sem fylgdust með honum á Twitter.
Leiðtogar ríkja í Suður-Ameríku eru sérstaklega duglegir á Twitter. Þegar ein milljón mótmælenda þusti út á götur til að mótmæla ríkisstjórn Argentínu þá brást Christina Fernandez forseti við með því að tveeta, eða tísta: Hún birti rúmlega sextíu skilaboð á aðeins níu tímum þar sem hún lýst sjálfri sér sem þrjóskri, varði gjörðir ríkisstjórnarinnar og dásamaði freskur sem finna má í glæslegri höll hennar.

Í Venezúela kunna þeir á Twitterinn. Sá sem sigraði að lokum í kosningum og tók við af Hugo Chavez, Nicolas Maduro, lærisveinn Chaves, tísti um að mótherji hans væri fasisti. Sá, Henrique Capriles tweet-aði á móti að Maduro væri ólöglegur á forsetastóli.

Chavez sjálfur var byrjaður að tísta og þegar hann dó voru 4 milljónir manna að fylgjast með honum á Twitter.

Og yfir til Colombíu.; Álvaro Uribe, fyrrverandi forseti, tjáir sig oft á dag á Twitter og notar þá helst tækifærið og gagnrýnir núverandi forseta - harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×