Erlent

Efnavopnum hugsanlega beitt í Sýrlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama telur að vísbendingar séu um að efnavopnum hafi verið beitt í Sýrlandi
Barack Obama telur að vísbendingar séu um að efnavopnum hafi verið beitt í Sýrlandi Mynd/ AFP.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir vísbendingar um að efnavopnum hafi verið beitt í Sýrlandi. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.

Obama sagði að ef rétt reyndist að efnavopn hefðu verið notuð í Sýrlandi myndi það breyta öllu varðandi viðbrögð Bandaríkjanna gagnvart þeim átökum sem hafa geysað þar. Aftur á móti væru of litlar upplýsingar núna efnavopnanotkunina og vinna þyrfti meiri rannsóknarvinnu.

Á blaðamannafundinum sagði Obama að lögreglan í Boston hefði unnið mjög gott starf þegar hún brást við hryðjuverkunum í Boston. Áður en vika var liðin hafði annar árásarmaðurinn verið felldur og hinn handtekinn skömmu síðar. Þá hrósaði hann íbúum í Boston fyrir æðruleysi þeirra eftir sprengingarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×