Fótbolti

Vil vera þar sem ég er elskaður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mourinho á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinho á hliðarlínunni í kvöld. Nordicphotos/AFP
Jose Mourinho gaf sterklega í skyn á blaðamannafundi eftir leik Real Madrid og Dortmund í kvöld að hann væri á förum frá félaginu.

Portúgalinn hefur verið orðaður við brotthvarf frá Spáni í töluverðan tíma og margoft rætt um enduromu sína í enska boltann.

„Ég veit að ég er dáður á Englandi. Ég veit að ég er elskaður hjá sumum félögum, sérstaklega einu," sagði Mourinho á blaðamannafundinum og átti að sjálfsögðu við Chelsea.

Mourinho yfirgaf Chelsea við skrýtnar kringumstæður eftir að upp úr sauð á milli hans og eigandans Roman Abramovich. Ólíklegt er talið að Rafael Benitez verði áfram stjóri Chelsea enda nýtur hann ekki mikilla vinsælda meðal stuðningsmanna félagsins.

„Ég er elskaður af stuðningsmönnunum og fjölmiðlum sem eru sanngjarnir í umfjöllun sinni um mig. Annað er uppi á teningnum á Spáni þar sem margir hata mig," segir Mourinho. Hann segist þó ekki munu gera upp hug sinn fyrr en að tímabilinu loknu.

„Ég er ekki búinn að ákveða mig af því ég er enn á samningi og ég virði félagið og forseta þess. Í lok tímabils mun ég setjast niður með forsetanum og ræða um þetta."


Tengdar fréttir

Dramatík í lokin en Dortmund fór í úrslit

Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×