Fótbolti

Mourinho: Dortmund miklu betra

Mourinho með takta á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinho með takta á hliðarlínunni í kvöld.
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var að vonum stúrinn eftir tapið stóra gegn Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld.

"Dortmund var miklu betra liðið í leiknum. Þeir unnu öll einvígi á vellinum og voru sterkari líkamlega og andlega og eiga þennan sigur skilinn," sagði Mourinho eftir leik en þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum.

"Hvernig leikurinn fór úr 1-1 í 4-1 hef ég ekki hugmund um. Þetta gerðist allt svo hratt. Við töpuðum boltanum ítrekað og réðum ekkert við hraðann í skyndisóknum þeirra."

Mourinho var mjög svekktur yfir því að Lewandowski skildi hafa skorað fjögur mörk gegn sínum mönnum.

"Við vitum allt um Lewandowski, öll smáatriði um hann og hans leik. Samt missum við af honum í þremur mörkum. Það eru mikil vonbrigði. Hann á samt skilið hrós fyrir sinn leik og hann var klárlega maður leiksins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×