Erlent

Obama afglæpavæðir fíknisýkina

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Bandaríkjamenn ætla að afglæpavæða fíknisjúkdóma.
Bandaríkjamenn ætla að afglæpavæða fíknisjúkdóma.
Ríkisstjórn Obama hefur kynnt stefnubreytingu í fíkniefnamálum sem er í þá átt að reyna að afglæpavæða fíkn og fíkniefnaneyslu.

Meiri áhersla verður nú lögð á að fjölga meðferðarúrræðum en áður, til dæmis með því að gera tryggingafélögum það að greiða fyrir meðferðir og að dæma fólk fremur til meðferðar en til fangelsisvistar. Auk þess verður unnið að því að draga úr fordómum gagnvart vímuefnasjúkum.

Fjögur áhersluatriði hafa verið kynnt undir yfirskriftinni að fíkniefnavandinn sé heilsufarsvandi en ekki aðeins mál til fyrir lögreglu og refsikerfi að eiga við.

1)    Reynt verður að koma í veg fyrir neyslu áður en hún hefst, með forvarnarstarfi og menntun.

2)    Aukin meðferðarúrræði, og aukið aðgengi, verða í boði fyrir þá Bandaríkjamenn sem stríða við fíknisýki.

3)    Endurhugsa skal refsikerfið með það fyrir augum að brjóta upp vítahring neyslu, glæpa og fangelsun.

4)    Stutt verður við þá Bandaríkjamenn sem eru í meðferð og unnið markvisst gegn fordómum gegn þeim.

Sjá nánar tilkynningu frá Hvíta húsinu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×