Erlent

Fundu sjaldgæfan gullhring með nöfnum Vitringanna þriggja

Afar sjaldgæfur gullhringur frá 14du öld hefur fundist í moldarflagi við Galten norður af Skanderborg á Jótlandi.

Það var áhugamaður um fornleifafræði sem fann hringinn með málmleitartæki þegar hann og hópur annrra áhugamanna leituðu að munum í fornri virkisgröf á þessum stað.

Hringur þessi er með nöfnum Vitringanna þiggja útskornum í arabísku letri. Vitringar þessir, Casper, Melchior og Baltahazar, eru þekktir úr biblíusögunum en þeir heimsóttu Jesú krist skömmu eftir fæðingu hans og færðu honum ýmsar gjafir.

Hringur þessi er kominn í vörslu Skanderborgarsafnsins en Lene Mollerup forstjóri þess segir að um einstakan fornleifafund sé að ræða og í fyrsta sinn sem hringur af þessu tagi finnst á Jótlandi. Hann verður sendur til rannsóknar í danska Þjóðminjasafninu.

Mollerup segir að nöfnin á hringnum bendi til þess að hann hafi verið borinn sem verndargripur á sinni tíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.