Erlent

Fundu sjaldgæfan gullhring með nöfnum Vitringanna þriggja

Afar sjaldgæfur gullhringur frá 14du öld hefur fundist í moldarflagi við Galten norður af Skanderborg á Jótlandi.

Það var áhugamaður um fornleifafræði sem fann hringinn með málmleitartæki þegar hann og hópur annrra áhugamanna leituðu að munum í fornri virkisgröf á þessum stað.

Hringur þessi er með nöfnum Vitringanna þiggja útskornum í arabísku letri. Vitringar þessir, Casper, Melchior og Baltahazar, eru þekktir úr biblíusögunum en þeir heimsóttu Jesú krist skömmu eftir fæðingu hans og færðu honum ýmsar gjafir.

Hringur þessi er kominn í vörslu Skanderborgarsafnsins en Lene Mollerup forstjóri þess segir að um einstakan fornleifafund sé að ræða og í fyrsta sinn sem hringur af þessu tagi finnst á Jótlandi. Hann verður sendur til rannsóknar í danska Þjóðminjasafninu.

Mollerup segir að nöfnin á hringnum bendi til þess að hann hafi verið borinn sem verndargripur á sinni tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×