Erlent

Eineltið hefst heima

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Ofvernduð börn eru líklegri fórnarlömb eineltis en önnur.
Ofvernduð börn eru líklegri fórnarlömb eineltis en önnur.
Nýleg rannsókn sýnir að ofvernduð börn eru miklu líklegri fórnarlömb eineltis í skóla en önnur.

Þetta kemur fram í nýlegri og viðamikilli rannsókn þar sem lagðar eru saman 70 rannsóknir og aðstæður 200 þúsund barna skoðaðar. Þá segir jafnframt að börn sem eiga stranga og neikvæða foreldra séu líkleg fórnarlömb.

Dieter Wolke, prófessor við háskólann í Warwick, segir að mönnum hætti til að einblína um of á skólana; að þar hefjist eineltið og þar sé orsakanna að leita. En könnun hans, sem náði til nokkurra Evrópulanda og Bandaríkjanna, bendir eindregið til þess að eineltið hefjist í raun heima fyrir.

Vitað er að börn sem beitt eru harðæði heima fyrir og lögð í einelti af systkinum sínum eru líkleg fórnarlömb en það kemur á óvart að þau sem eru ofvernduð séu ekki síður í hættu, að sögn Wolke. Þó afskipti foreldra, gott atlæti og leiðsögn geti reynst ágæt vörn gegn einelti þá geti það jafnfamt haft það í för með sér að börnin eru vanbúin að mæta því ef á móti blæs. Ef foreldrarnir grípa inní geta þau ekki þróað með sér færni til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×