Erlent

Fundu hluta af lendingarbúnað þotu sem flaug á tvíburaturnana

Tvíburaturnarnir hrundu eftir hryðjuverkin.
Tvíburaturnarnir hrundu eftir hryðjuverkin.
Lögreglan í New York fann hluta úr lendingarbúnaði Boeing-þotu á miðvikudaginn sem flaug á tvíburaturnana árið 2001 á Ground Zero-svæðinu svokallaða. Svæðið hefur verið afgirt og flokkað sem glæpavettvangur en samkvæmt fréttavef BBC er hægt að sjá auðkennismerki þotunnar á búnaðinum.

Það voru starfsmenn byggingarinnar, sem búnaðurinn fannst við, sem fundu hann. Samkvæmt fréttavef New York Post fannst búnaðurin á bak við umdeilda mosku á svæðinu.

Myndir voru teknar af búnaðinum í dag auk þess sem leitað verður að jarðneskum leifum hugsanlegra fórnarlamba hryðjuverkanna alræmdu, en um 3000 mann létu lífið í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×