Erlent

Hóta árásum á herstöðvar

Talíbanar í Afganistan hafa heitið því að hefja á næstunni fjölmargar árásir á erlendar herstöðvar og svæði þar sem erlendir erindrekar halda sig á í landinu. Þetta tilkynnti talsmaður þeirra með tölvupósti í dag.

Hópurinn hefur áður komið fram með slíkar hótanir en á fréttavef Reuters segir að Talíbanar hafi í nokkrum tilfellum látið verða að ódæðisverkunum.

Þar segir jafnframt að fréttir dagsins hafi valdið áhyggjum innan Nato en stjórn alþjóðlegu öryggissveitanna í Afganistan hefur ekki brugðist við hótununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×