Fótbolti

Romario lét Pele heyra það óþvegið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Romario starfar sem þingmaður í dag.
Romario starfar sem þingmaður í dag. Nordic Photos / Getty Images
Tvær af mestu goðsögnum brasilískrar knattspyrnu eru ekki miklir mátar ef marka má skrif Romario um Pele á Twitter-síðu sinni.

Pele sagði á dögunum að brasilíska landsliðið þyfti að taka sér leikstíl Corinthians til fyrirmyndar en landsliðið hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu.

Romario var ekki ánægður með þessi ummæli og lét dæluna ganga á Twitter-síðunni sinni.

„Pele er fól. Þegar hann talar ekki er hann eins og skáld. Þegar hann opnar munninn kemur bara skítur,“ skrifaði hann.

Pele svaraði þessu, þó ekki á sinni eigin Twitter-síðu. „Ég er kaþólskur og guð segir að maður eigi að fyrirgefa þeim fáfróðu. Ég fyrirgef honum,“ sagði hann á opinberum fundi.

„Ég held að Pele sé ekki jafn kaþólskur og hann þykist vera,“ svaraði Romario. „Ef svo væri, hefði hann heiðrað dóttur sína með því að fara í jarðarför hennar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×