Erlent

Telja sig á mörkum þess að lækna HIV

Mynd/Getty
Danskir vísindamenn telja sig vera á mörkum þess að finna lækningu við HIV-veirunni. Fréttastofa Telegraph segir frá.

Rannsókn vísindamannanna snýst um að draga veiruna úr frumum sjúklingsins og upp á yfirborð þeirra. Að því loknu er ónæmiskerfi líkamans látið vinna sína vinnu, en með hjálp bóluefnis er talið að ónæmiskerfið geti drepið veiruna alveg.

Tilraunirnar hafa gengið vel og því ákvað danska rannsóknarráðið í janúar að veita styrk upp á 12 milljónir danskra króna til frekari rannsókna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×