Erlent

Sprenging skekur Prag

Jakob Bjarnar skrifar
Um 40 særðust í sprengingu sem líkast til varð vegna gasleka.
Um 40 særðust í sprengingu sem líkast til varð vegna gasleka.
Gríðarlega öflug sprengja sprakk í miðborg Prag, höfuðborg Tékklands, í morgun.

Allt að 40 eru slasaðir og bygging við Divadelni St gereyðilegðist. Borgarstjórinn í Prag sagði í útvarpsviðtali að þrír væru fastir í rústum byggingarinnar en götum hefur verið lokað í næsta umhverfi við húsið. BBC hefur það eftir lögreglu að sprengingin hafi verið svo öflug að rúður hafi brotnað í byggingum í grenndinni en líklegast er talið að sprengingin hafi orsakast vegna gasleka.

Sprengingin sprakk nálægt þjóðleikhúsi Tékka í námunda við Vltava-á. Að sögn lögreglu voru 15 manns í byggingunni þegar óhappið varð; en húsið hýsti meðal annars listagallerí og skrifstofu the International Air Transport Association.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×