Erlent

Thatcher kostaði breska þingmenn sumarleyfið

MYND/AP
Breskir þingmenn hafa verið kallaðir til aukafundar í Wastminster í Lundúnum í dag til að minnast Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra.

Hún lést á mánudaginn, áttatíu og sjö ára að aldri. Banamein hennar var heilablóðfall.

Þingmennirnir munu votta Thatcher virðingu sína en David Cameron, forsætisráðherra, mun hefja ræðuhöldin.

Nokkrir þingmenn hafa mótmælt fundinum í dag og ætla ekki að mæta. Thatcher verður jarsett með viðhöfn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×