Erlent

Bob Dylan átti að sigra kommúnismann

Bandaríkjastjórn hugðist grafa undan kommúnismanum með því að senda þekkta tónlistarmenn til Sovétríkjanna.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skjölum sem uppljóstrunarsamtökin WikiLeaks birtu á dögunum. Hér er um að ræða eina komma sjö milljónir skjala úr utanríkis- og leyniþjonustu Bandaríkjanna á árunum nítján hundruð sjötíu og þrjú til sjötíu og fimm.

Meðal annars má finna finna skeyti sem varpa ljósi á tilraunir Bandaríkjamanna til að grafa undan kommúnismanum í Sovétríkjunum á áttunda áratugnum. Í bréfasamskiptum milli sendiráðs Bandaríkjanna í Moskvu og skrifstofu Henry Kissingers, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er að finna hugmyndir um að senda þekkta bandaríska tónlistarmenn til Sovétríkjanna.

Sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, þá Walter Stoessel, stakk upp á því við yfirmenn sína í Washington að senda Bob Dylan, Joni Mitchell og Neil Young á tónleikaferðalag um Rússland.

Í skeytunum ítrekar Stoessel að Sovétmenn hafi mikið dálæti á alþýðutónlist og auðvelda sé hægt að nota hana til að ráðast á undirstoðir kommúnismans.

Sendiherrann stakk einnig upp á því að senda James Taylor, Carly Simon og Lynyrd Skynyrd til Sovétríkjanna ásamt rokkhljómveitinni Cactus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×