Andre Schürrle gæti verið á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea í sumar. Íþróttastjóri Bayer Leverkusen hefur staðfest viðræður félaganna.
„Já, ég var í London og við fórum yfir málin," segir Rudi Völler, íþróttastjóri Bayer Leverkusen, við þýska blaðið Bild. Hann segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna enn sem komið er.
Talið er að félagaskiptin tengist áhuga Leverkusen á Kevin de Bruyne, leikmanni Chelsea, sem hefur staðið sig vel á leiktíðinni sem lánsmaður hjá Werder Bremen.
Chelsea hefur verið á eftir Schürrle í lengri tíma. Síðastliðið sumar hafnaði Leverkusen boði Chelsea í leikmanninn sem hafði líst yfir áhuga á að ganga í raðir þeirra bláklæddu.
Völler staðfestir viðræður við Chelsea
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

