Erlent

Þrettán munaðarlaus börn fórust í bruna

Þrettán munaðarlaus börn fórust í bruna í nótt í borginni Yangon, í Búrma. Eldurinn kom upp á munaðarleysingjahæli sem tilheyrir mosku í borginni um klukkan þrjú en talið er að upptök eldsins megi rekja til bilunar í rafmagnstöflu.

Þrjú börn komust lífs af úr brunanum. Múslimar í borginni telja að búddistar hafi kveikt eldinn af ásettu ráði, en á síðustu vikum hefur ofbeldi á milli trúarhópanna tveggja aukist mikið.

Lögreglan segir það hinsvegar ekki rétt, nánast öruggt sé að eldurinn hafi kviknað í rafmagnstöflunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×