"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" 3. apríl 2013 22:04 Kjarnorkuþróunarsvæði í Norður-Kóreu. Nordicphotos/Getty „Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. Jón Hákon sat fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi um Norður-Kóreu. Hann segir leiðtoga landsins hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár og geri enn. „Þeir hugsa bara um sjálfa sig. Þeir reka Norður-Kóreu eins og stórt svínabú eða laxeldi. Fólkið hefur ekkert að segja og fær engu ráðið," segir Jón Hákon. Rétt í seinni tíð sé fólk farið að fá nasaþef af lífinu utan Norður-Kóreu. Hann segir Suður-Kóreumenn háða því að Norður-Kórea hagi sér vel. Um leið og þeir byrji fari allt í rúst beggja vegna landamæranna. „Þeim til hjálpar koma auðvitað Bandaríkjamenn og Japanir. Kínverjar munu þó sitja á þessu pottloki því þeir óttast mest ef Norður-Kórea hrynur að milljónir manna muni streyma yfir til Kína. Þess vegna eru þeir tregir að taka þátt í alþjóðlegum ráðstöfunum." Jón Hákon minnir á að Kínverjar hafi sína stefnu. Þeir vilji vera eitt voldugasta ríki veraldar bæði á sviði efnahags og stjórnmála. „En þeir þurfa að hafa Norður-Kóreu því annars er Suður-Kórea komin upp að kínversku landamærunum og þar með bandaríski herinn að þeir telja." Jón Hákon hefur ekki séð nein merki þess að Kim Jong-un sé frjálslyndari leiðtogi en forverar sínir tveir í starfi. „Raunin er sú að hann er ekkert betri en hinir. Hann er kannski ekki nógu greindur eða klár og veit ekki hvað hann á að gera. Honum er stýrt af herforingjaklíku." Varðandi hermátt Norður-Kóreu segir Jón Hákon: „Þeir eru nógu máttugir til að gera usla í Suður-Kóreu. Þeir geta gert djöfulgang þar og sökkt einhverjum skipum en það sem þeir óttast mest eru þessar nýju sprengjuflugvélar sem sjást ekki á radar." Þess vegna séu þeir svo hræddir við Bandaríkjamenn að sögn Jóns Hákons. Þeir telji að þær geti komið yfir Norður-Kóreu og lagt landið í rúst. Hann taldi í viðtalinu, sem tekið var síðdegis í dag, ekki miklar líkur á að stríð myndi brjótast út. „Ekki nema þessir bjálfar fari af stað." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
„Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. Jón Hákon sat fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi um Norður-Kóreu. Hann segir leiðtoga landsins hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár og geri enn. „Þeir hugsa bara um sjálfa sig. Þeir reka Norður-Kóreu eins og stórt svínabú eða laxeldi. Fólkið hefur ekkert að segja og fær engu ráðið," segir Jón Hákon. Rétt í seinni tíð sé fólk farið að fá nasaþef af lífinu utan Norður-Kóreu. Hann segir Suður-Kóreumenn háða því að Norður-Kórea hagi sér vel. Um leið og þeir byrji fari allt í rúst beggja vegna landamæranna. „Þeim til hjálpar koma auðvitað Bandaríkjamenn og Japanir. Kínverjar munu þó sitja á þessu pottloki því þeir óttast mest ef Norður-Kórea hrynur að milljónir manna muni streyma yfir til Kína. Þess vegna eru þeir tregir að taka þátt í alþjóðlegum ráðstöfunum." Jón Hákon minnir á að Kínverjar hafi sína stefnu. Þeir vilji vera eitt voldugasta ríki veraldar bæði á sviði efnahags og stjórnmála. „En þeir þurfa að hafa Norður-Kóreu því annars er Suður-Kórea komin upp að kínversku landamærunum og þar með bandaríski herinn að þeir telja." Jón Hákon hefur ekki séð nein merki þess að Kim Jong-un sé frjálslyndari leiðtogi en forverar sínir tveir í starfi. „Raunin er sú að hann er ekkert betri en hinir. Hann er kannski ekki nógu greindur eða klár og veit ekki hvað hann á að gera. Honum er stýrt af herforingjaklíku." Varðandi hermátt Norður-Kóreu segir Jón Hákon: „Þeir eru nógu máttugir til að gera usla í Suður-Kóreu. Þeir geta gert djöfulgang þar og sökkt einhverjum skipum en það sem þeir óttast mest eru þessar nýju sprengjuflugvélar sem sjást ekki á radar." Þess vegna séu þeir svo hræddir við Bandaríkjamenn að sögn Jóns Hákons. Þeir telji að þær geti komið yfir Norður-Kóreu og lagt landið í rúst. Hann taldi í viðtalinu, sem tekið var síðdegis í dag, ekki miklar líkur á að stríð myndi brjótast út. „Ekki nema þessir bjálfar fari af stað." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54