"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" 3. apríl 2013 22:04 Kjarnorkuþróunarsvæði í Norður-Kóreu. Nordicphotos/Getty „Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. Jón Hákon sat fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi um Norður-Kóreu. Hann segir leiðtoga landsins hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár og geri enn. „Þeir hugsa bara um sjálfa sig. Þeir reka Norður-Kóreu eins og stórt svínabú eða laxeldi. Fólkið hefur ekkert að segja og fær engu ráðið," segir Jón Hákon. Rétt í seinni tíð sé fólk farið að fá nasaþef af lífinu utan Norður-Kóreu. Hann segir Suður-Kóreumenn háða því að Norður-Kórea hagi sér vel. Um leið og þeir byrji fari allt í rúst beggja vegna landamæranna. „Þeim til hjálpar koma auðvitað Bandaríkjamenn og Japanir. Kínverjar munu þó sitja á þessu pottloki því þeir óttast mest ef Norður-Kórea hrynur að milljónir manna muni streyma yfir til Kína. Þess vegna eru þeir tregir að taka þátt í alþjóðlegum ráðstöfunum." Jón Hákon minnir á að Kínverjar hafi sína stefnu. Þeir vilji vera eitt voldugasta ríki veraldar bæði á sviði efnahags og stjórnmála. „En þeir þurfa að hafa Norður-Kóreu því annars er Suður-Kórea komin upp að kínversku landamærunum og þar með bandaríski herinn að þeir telja." Jón Hákon hefur ekki séð nein merki þess að Kim Jong-un sé frjálslyndari leiðtogi en forverar sínir tveir í starfi. „Raunin er sú að hann er ekkert betri en hinir. Hann er kannski ekki nógu greindur eða klár og veit ekki hvað hann á að gera. Honum er stýrt af herforingjaklíku." Varðandi hermátt Norður-Kóreu segir Jón Hákon: „Þeir eru nógu máttugir til að gera usla í Suður-Kóreu. Þeir geta gert djöfulgang þar og sökkt einhverjum skipum en það sem þeir óttast mest eru þessar nýju sprengjuflugvélar sem sjást ekki á radar." Þess vegna séu þeir svo hræddir við Bandaríkjamenn að sögn Jóns Hákons. Þeir telji að þær geti komið yfir Norður-Kóreu og lagt landið í rúst. Hann taldi í viðtalinu, sem tekið var síðdegis í dag, ekki miklar líkur á að stríð myndi brjótast út. „Ekki nema þessir bjálfar fari af stað." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
„Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. Jón Hákon sat fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi um Norður-Kóreu. Hann segir leiðtoga landsins hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár og geri enn. „Þeir hugsa bara um sjálfa sig. Þeir reka Norður-Kóreu eins og stórt svínabú eða laxeldi. Fólkið hefur ekkert að segja og fær engu ráðið," segir Jón Hákon. Rétt í seinni tíð sé fólk farið að fá nasaþef af lífinu utan Norður-Kóreu. Hann segir Suður-Kóreumenn háða því að Norður-Kórea hagi sér vel. Um leið og þeir byrji fari allt í rúst beggja vegna landamæranna. „Þeim til hjálpar koma auðvitað Bandaríkjamenn og Japanir. Kínverjar munu þó sitja á þessu pottloki því þeir óttast mest ef Norður-Kórea hrynur að milljónir manna muni streyma yfir til Kína. Þess vegna eru þeir tregir að taka þátt í alþjóðlegum ráðstöfunum." Jón Hákon minnir á að Kínverjar hafi sína stefnu. Þeir vilji vera eitt voldugasta ríki veraldar bæði á sviði efnahags og stjórnmála. „En þeir þurfa að hafa Norður-Kóreu því annars er Suður-Kórea komin upp að kínversku landamærunum og þar með bandaríski herinn að þeir telja." Jón Hákon hefur ekki séð nein merki þess að Kim Jong-un sé frjálslyndari leiðtogi en forverar sínir tveir í starfi. „Raunin er sú að hann er ekkert betri en hinir. Hann er kannski ekki nógu greindur eða klár og veit ekki hvað hann á að gera. Honum er stýrt af herforingjaklíku." Varðandi hermátt Norður-Kóreu segir Jón Hákon: „Þeir eru nógu máttugir til að gera usla í Suður-Kóreu. Þeir geta gert djöfulgang þar og sökkt einhverjum skipum en það sem þeir óttast mest eru þessar nýju sprengjuflugvélar sem sjást ekki á radar." Þess vegna séu þeir svo hræddir við Bandaríkjamenn að sögn Jóns Hákons. Þeir telji að þær geti komið yfir Norður-Kóreu og lagt landið í rúst. Hann taldi í viðtalinu, sem tekið var síðdegis í dag, ekki miklar líkur á að stríð myndi brjótast út. „Ekki nema þessir bjálfar fari af stað." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54