Erlent

Verkamenn létust þegar bygging hrundi

Frá vettvangi í nótt
Frá vettvangi í nótt
Að minnsta kosti tuttugu og sjö eru látnir og yfir fimmtíu eru slasaðir eftir að bygging sem var í smíðum hrundi á Mumbai á Indlandi í nótt.

Verkamenn höfðu unnið að því að reisa hana síðustu mánuði í einu af úthverfum borgarinnar.

Á vef New York Times segir að verktakafyrirtækið hafi ekki fengið leyfi fyrir framkvæmdunum og lögreglan rannsaki nú slysið.

Forsvarsmaður fyrirtækisins hefur verið handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×