Erlent

57 fórust í flóðum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Íbúar La Plata eru harmi slegnir eftir flóðin.
Íbúar La Plata eru harmi slegnir eftir flóðin. Mynd/AP
Að minnsta kosti 57 eru látnir eftir mikil flóð í borgunum La Plata og Buenos Aires í Argentínu í gær.

Pablo Bruera, borgarstjóri La Plata, segir að um 100 þúsund heimili hafi eyðilagst í flóðunum, en þau komu í kjölfar mikils vonskuveðurs á svæðinu. Þá er á þriðja tug manns enn saknað, og rafmagnslaust í stórum hluta borgarinnar.

Yfirvöld í Argentínu hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna flóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×