Erlent

Fjórir ákærðir vegna eldsvoða

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mikil teppa myndaðist við neyðarútgang klúbbsins þegar eldurinn fór úr böndunum.
Mikil teppa myndaðist við neyðarútgang klúbbsins þegar eldurinn fór úr böndunum. Mynd/Getty
Fjórir hafa verið ákærðir fyrir manndráp og tilraunir til manndrápa vegna eldsvoða í Kiss-næturklúbbnum í Santa Maria, Brasilíu í janúar.

Að minnsta kostu 235 fórust í eldsvoðanum, en alls voru um tvö þúsund manns inni á staðnum, mun fleiri en staðurinn hafði leyfi fyrir.

Tveir fjórmenninganna eru eigendur staðsins, en einnig er söngvari hljómsveitarinnar sem lék fyrir dansi ákærður, sem og sýningarstjórinn.

Eru þeir sakaðir um að nota skotelda ætlaða til notkunar innandyra inni á staðnum, en þeir voru hluti af sýningunni og að lokum valdir að brunanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×